Bökunarpappír sem endist

Bökunarpappír sem endist

Kaupa Í körfu

Þeim, sem er umhugað um umhverfið, gæti fundist þessi margnota bökunarpappír spennandi, nú þegar smákökubaksturinn stendur sem hæst. Pappírinn er 60x40 sentímetrar að stærð og úr sérstöku ofnu efni sem er sílíkonhúðað svo matvæli loða ekki við það. Að auki er hann þeirri náttúru gæddur að hægt er að setja hann aftur og aftur í bakaraofn við allt að 250 gráða hita og allt að 500 sinnum. Oftast nægir að strjúka af honum eftir notkun en einnig er hægt að stinga honum í uppþvottavél eða þvo af honum í eldhúsvaskinum. Það er franska fyrirtækið deBuyer sem framleiðir þennan töfrapappír og hann er hægt að kaupa í Kokku á Laugavegi 47 þar sem hann kostar 850 krónur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar