Konráðshús Ingólfsstræti 1

Konráðshús Ingólfsstræti 1

Kaupa Í körfu

Það er óvenjumikið af estrógeni í Ingólfsstræti 1a í Reykjavík. Í þessu húsi, sem nýlega fékk nafnið Konráðshús, starfa 12 ungar konur, sem nær allar eru í sjálfstæðum rekstri. Starfsemin spannar frá viðmótsprófunum að grafískri hönnun, myndskreytingum og framleiðslu og skipulagningu atburða af ýmsu tagi. Nafngiftir þessara kvennafyrirtækja eru fjölbreyttar eftir því: Hunang, Myndlýsing, Sjá, Forstofan, Forever Entertainment og Hzeta auk nafna kvennanna sjálfra sem margar hverjar starfa fyrst og fremst undir eigin heiti. MYNDATEXTI: 11:51 Sirrý hjá Sjá fær Gunnar hjá Eskli á fund til sín vegna útboðs á uppsetningu á nýjum vef. Það er reykelsisilmur í loftinu hjá þeim og hráir veggirnir mynda skemmtilega andstæðu við dökkt og virðulegt parketið. Á meðan eru Áslaug og Jóhanna í viðmótsprófununum, Sigrún sérhæfir sig í aðgengismálum fatlaðra og Bestla prófar hvort kerfin sjálf virki eins og þau eiga að gera. "Hún er tölvunördinn í fyrirtækinu," segir Áslaug hlæjandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar