Kveikt á jólatrénu

Sverrir Vilhelmsson

Kveikt á jólatrénu

Kaupa Í körfu

LJÓSIN voru víða tendruð á vinarbæjarjólatrjám á höfuðborgarsvæðin um helgina. Í Kópavogi var kveikt á tré frá Norrköping sem sendiherra Svíþjóðar, Bertel Jobeus, afhenti. Á Garðatorgi var kveikt á vinatré Garðabæjar sem kemur frá Asker í Noregi og var það bæjarstjóri Asker, Morten Strand, sem afhenti jólatréð. Á Austurvelli í Reykjavík voru ljósin tendruð á Óslóartrénu sem Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, færði borgarbúum. Víðast hvar komu jólasveinar í heimsókn og tóku lagið með börnunum. MYNDATEXTI Gilbert Þór Jökulsson horfir heillaður á ljósin sem prýða vinarbæjarjólatréð í Kópavogi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar