Kveikt á jólatrénu

Sverrir Vilhelmsson

Kveikt á jólatrénu

Kaupa Í körfu

KVEIKT var á Óslóartrénu á Austurvelli í Reykjavík í gær við mikinn fögnuð barna á öllum aldri. Rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta miðborgina. Tréð í ár var höggvið í Sørkedalen og er u.þ.b. 12 metra hátt. Lúðrasveit Reykjavíkur lék við athöfnina á Austurvelli og Dómkórinn söng. Það var Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, sem færði borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Í ár var jólatrésbarnið Helge Snorre Seljeseth, 9 ára, og fékk hann þann heiður að kveikja ljósin á trénu góða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar