Magni í slipp

Sverrir Vilhelmsson

Magni í slipp

Kaupa Í körfu

Nú er unnið í því að mála dráttarbátinn Magna, sem var fyrsta stálskipið sem var smíðað hér á landi. Búið er að mála bátinn að neðan og byrjað á stýrishúsinu. Framtíð Magna er ekki á hreinu, vélin er biluð og þarf að taka hana úr og hugsanlega skipta um. Sú hugmynd hefur komið upp að setja fyrstu vetnisvélina sem hönnuð er fyrir skip í þennan fornfræga dráttarbát, en það hefur ekki verið hugsað af neinni alvöru, að sögn Jóns Björns Skúlasonar hjá Íslenskri nýorku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar