Söngskólanemar setja upp óperu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Söngskólanemar setja upp óperu

Kaupa Í körfu

Óperudeild Söngskólans í Reykjavík frumsýnir í kvöld kl. 20 "Töfraheim prakkarans" eftir Maurice Ravel, en þar er um að ræða fjöruga og litríka sögu um lítinn dreng sem er óþekkur við mömmu sína og lætur öllum illum látum þar til umhverfið lifnar við og gerir uppreisn gegn honum. Þó fer allt vel að lokum þegar prakkarinn litli lærir lexíuna að hann eigi ekki að vera vondur við dýrin og læra heima. Dóra Steinunn Ármannsdóttir fer með hlutverk Prakkarans, sem er um sex ára, á sýningunni á föstudaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar