Jólin syngja í Iðnó

Árni Torfason

Jólin syngja í Iðnó

Kaupa Í körfu

Iðnó | Nýr íslenskur jólasöngleikur, "Jólin syngja", verður frumsýndur annað kvöld kl. 20, en hann skartar mörgum af vinsælustu jólalögum Íslendinga. Sagan fjallar um Jóa, graman og óvinsælan íslenskan jólasvein sem nær ekki til krakkanna með sínum gömlu brellum, og krakkarnir eru ýmist leiðir á eða hræddir við hann, en enginn kærir sig um að fá kartöflu í skóinn. Rauði jólasveinninn er líka orðinn miklu vinsælli en Jói. Leikstjóri sýningarinnar er Seth Sharpe, tónlistarstjóri er Rósa Guðmundsdóttir og með aðalhlutverk fara Rut Reginalds og Evert Ingólfsson. Sýningar verða alls 15 í desember.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar