Dr. Lee Jong-wook, forstjóri WHO.

Þorkell Þorkelsson

Dr. Lee Jong-wook, forstjóri WHO.

Kaupa Í körfu

Inflúensufaraldur á borð við fuglaflensuna er ein helsta heilbrigðisógn sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Slíkur faraldur yrði ekki einkamál þróunarríkja, þó að faraldsins yrði líklega fyrst vart þar, heldur heimsins alls. Ómögulegt er að segja til um hvenær slíkur faraldur breiðist út en þegar og ef það gerist hafa yfirvöld líklega um sex mánuði til að þróa bóluefni við sjúkdómnum, sé það ekki þegar til, áður en faraldsins fer að verða vart utan upprunalandsins eða staðarins. Þetta segir dr. Lee Jong-wook, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en hann fundaði hér á landi á fimmtudag og föstudag með framkvæmdastjórn WHO. MYNDATEXTI: Viðmiðunarreglurnar sem við gáfum út vegna HABL á sínum tíma reyndust mjög áhrifaríkar," segir Dr. Lee Jong-wook, forstjóri WHO.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar