Sigurgeir Hrólfur Jónsson - Kristinn Friðrik SI 5

Hafþór Hreiðarsson

Sigurgeir Hrólfur Jónsson - Kristinn Friðrik SI 5

Kaupa Í körfu

VÉLBÁTURINN Kristinn Friðrik SI 5 frá Siglufirði hefur stundað dragnótaveiðar fyrir Norðurlandi í haust og að sögn Ólafs Gunnarssonar skipstjóra var veiðin ágæt framan af. Verulega dró svo úr veiðinni eftir fyrstu stóru brælu haustsins en báturinn landaði á Húsavík fyrir skömmu 7-8 tonnum eftir að hafa verið að veiðum í Öxarfirði í þrjá daga...Það er útgerðarfyrirtækið Skipeyri ehf. sem gerir Kristin Friðrik út en hann hét áður Siggi Bjarna GK 5. Báturinn, sem er 102 brúttórúmlestir að stærð, var smíðaður árið 1960 í Noregi, hét upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson II og var gerður út frá Grindavík. MYNDATEXTI: Fiskveiðar Sigurgeir Hrólfur Jónsson, stýrimaður á Kristni Friðrik SI 5, við löndun á Húsavík nýlega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar