Pakkar til stríðshrjáðra barna

Sverrir Vilhelmsson

Pakkar til stríðshrjáðra barna

Kaupa Í körfu

Sunnudaginn 5. desember var Alþjóðadagur sjálfboðaliðans en ekki eru allir sem gera sér grein fyrir að hér á landi stundar fjöldi fólks sjálfboðastörf að staðaldri. Sjálfboðin störf eru innt af hendi um land allt, ýmist á vegum íþróttahreyfinga, kvenfélaga, kirkjunnar, klúbba eða mannúðar- og hjálparsamtaka. Þessi störf fara ekki hátt en þau skipta miklu máli fyrir þá sem njóta góðs af. MYNDATEXTI: Hluti af hópnum góða: F.v. Laufey Ólafsdóttir, Hildur Káradóttir, Anna Bjarnadóttir, Vilhelmína Þorvaldsdóttir, Þuríður Egilsdóttir, María Einarsdóttir, Unnur D. Haraldsdóttir, Garðar Guðjónsson formaður Kópavogsdeildar Rauða krossins og Kamilla Ingibergsdóttir framkvæmdastjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar