Reykjavíkurborg selur Stoðum sýningarskálann í Aðalstræti

Reykjavíkurborg selur Stoðum sýningarskálann í Aðalstræti

Kaupa Í körfu

Fasteignafélagið Stoðir hf. kaupir af Reykjavíkurborg sýningarskála í kjallara Aðalstrætis 16, þar sem félagið er að byggja hótel, á 160 milljónir króna. Borgin mun síðan leigja húsnæðið til 25 ára. Í skálanum verður sett upp sýning sögu fyrstu byggðar í Reykjavík í tengslum við landnámsskála sem fannst við fornleifarannsókn árið 2001. Fjármunir þeir sem borgin fær fyrir söluna á skálanum verða nýttir til að setja upp fyrirhugaða sýningu. MYNDATEXTI: Kristín Jóhannesdóttir frá Fasteignafélaginu Stoðum hf. og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri handsala samning um sýningarskála í kjallara Aðalstrætis 16.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar