Framnesvegur 54

©Sverrir Vilhelmsson

Framnesvegur 54

Kaupa Í körfu

Kristín Sigfúsdóttir skáldkona átti efri hæð hússins á Framnesvegi 54 á árunum frá 1952 til 1974, segir Freyja Jónsdóttir. Kristín var þekkt fyrir greinaskrif sín um menn og málefni og fór þá oft ekki troðnar slóðir. Bjarni Bjarnason og Sigurður Magnússon fengu byggingarleyfi fyrir húsi á þessum stað árið 1922, að grunnfleti 8,5 m x 7,2 m. Árið 1925 sækir Bjarni um leyfi til þess að byggja hæð ofan á húsið. Einnig fékk hann að byggja forstofu úr steini. Árið 1928 byggir Bjarni geymsluhús á lóðinni. Bjarni virðist vera eini eigandinn að húsinu því að nafn Sigurðar kemur hvergi fram í skjölum nema á umsókninni um byggingarleyfið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar