Lögreglan les fyrir gamla fólkið

Árni Torfason

Lögreglan les fyrir gamla fólkið

Kaupa Í körfu

Lögregluþjónarnir Arinbjörn Snorrason (á mynd) og Bogi Sigvaldason heimsóttu hjúkrunarheimilið Skjól, Kleppsvegi, á föstudaginn var og lásu upp úr nýútkomnum bókum fyrir vistmenn. "Við áttum erindi inn á Skjól í fyrra og okkur datt þá í hug að gera eitthvað á þessum nótum," tjáir Arinbjörn blaðamanni. "Við lásum upp úr bókinni Eyjólfur sundkappi og einnig úr Norrænum sakamálum, bók sem Lögregluforlagið er að gefa út. Fólk tók þessu virkilega vel."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar