Virkjun í Lýsuhólsskóla

Guðrún Bergmann

Virkjun í Lýsuhólsskóla

Kaupa Í körfu

Staðarsveit | Undir stjörnubjörtum himni með dansandi norðurljósum hélt hópur af nemendum og velunnurum Lýsuhólsskóla í Staðarsveit á Snæfellsnesi út á skólalóðina eitt kvöld í vikunni. "Passið ykkur að detta ekki í lónið," kvað við utan úr myrkrinu sem varnarorð til þeirra sem ekki þekktu til kringumstæðna. Lónið sem um ræðir er uppistöðulón Stubbalækjavirkjunar. Nú átti að gangsetja rafalinn og framleiða rafmagn til að lýsa upp gróðurhús sem nemendur og kennarar smíðuðu á haustönn. MYNDATEXTI:Áhugamenn Haukur Þórðarson kennari og Guðmundur Sigurmonsson skólastjóri við jólatré sem lýst er upp með raforku sem framleidd er á staðnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar