Barónsstígur

Barónsstígur

Kaupa Í körfu

Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er saga um mann sem allir þekktu en enginn vissi hver var. Hann hét Charles Gauldrée Boilleau, var af frönskum og bandarískum ættum og kom hingað til lands í lok nítjándu aldar, heimsmaður með mikla tónlistarhæfileika en kominn upp til Íslands að stofna til búskapar í borgfirskri sveit. Fljótlega áttar hann sig á því að það vantar stórt fjós í Reykjavík. Hann lætur reisa það á Barónsstígnum sem er við hann kenndur. Smám saman kemur þó í ljós að hugmyndir þessa manns eru að minnsta kosti einu númeri of stórar fyrir Ísland og hann sjálfur heldur ekki allur þar sem hann er séður. MYNDATEXTI:Fjósið við Barónsstíg Baróninn lét reisa mikið fjós við Barónsstíginn í Reykjavík sem er við hann kenndur. Í fjósinu er nú kjörbúðin 10-11.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar