Kambódía

Þorkell Þorkelsson

Kambódía

Kaupa Í körfu

"Ef ég ætti sand af seðlum myndi ég kaupa mér köku," segir Pen Srey Pech sem ætlar sér að verða rík. "Ég hef ekki tíma til að vera í skóla," segir drengur sem safnar rusli á haugunum í Phnom Penh í Kambódíu. Þorkell Þorkelsson myndaði daglegt líf í Phnom Penh og nágrannaborgum og -bæjum, og Gunnar Hersveinn varpar ljósi á brot úr sögu og aðstæðum þjóðar og einstaklinga í Kambódíu. MYNDATEXTI:Phnom Leav-þorpið er tólf km frá landamærum Víetnam og þar er vatnsskortur í apríl. Vatnið sem þessi drengur ber í fötum er sótt í vatnsból sem fólk úr fjórum öðrum þorpum treystir á og gengur út í til að ná sér í vatn til drykkjar, eldunar og þvottar. Flestir sjóða vatnið en þó ekki allir. Kona ein fullyrti: "Ég sýð aldrei vatnið, ég verð aldrei veik. Sumar fjölskyldur sjóða vatnið, aðrar ekki." Orð hennar lýsa algerum þekkingarskorti á því hvernig sjúkdómar berast á milli fólks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar