Pálmi Gestsson Spaugstofan
Kaupa Í körfu
Ég hugsa að mitt erfiðasta ár hafi verið 1986 þegar ég skildi," segir Pálmi Gestsson. "Við áttum tvö lítil börn og ekki síst þeirra vegna var þetta sárt. En skilnaði fylgir sjálfsagt alltaf sorgarferli sem menn ganga í gegnum og ég hugsa að það taki lengri tíma en menn gera sér grein fyrir. Smám saman vinnur sálin sig í gegnum þetta ferli, rétt eins og líkaminn græðir sig eftir slysfarir án þess maður taki endilega eftir því. Að minnsta kosti hafði ég ekki rænu til að fara á sjálfshjálparnámskeið á þeim tíma." Árið 2000 var hins vegar það skemmtilegasta. "Þá gerðist mjög margt jákvætt og flest í einum og sama mánuðinum. Við konan mín kölluðum það effin fjögur: Fæðing nýs sonar, flutningar í nýtt hús, ferming stjúpsonar míns og svo frumsýning á nýju leikriti."
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir