Laufabrauðsgerð í Baldursheimi

Birkir Fanndal

Laufabrauðsgerð í Baldursheimi

Kaupa Í körfu

Afar sterk hefð er fyrir laufabrauðsgerð hér í sveit. Hvergi mun þar meir í lagt heldur en í Baldursheimi, hjá Þórunni Einarsdóttur húsfreyju og börnum hennar. Þar hafa verið breiddar út um 1.500 laufakökur að undanförnu, en þess ber að geta að hluti þeirra fer óskorinn á aðra bæi, Þórunn segist hafa bara gaman af að hjálpa þannig grönnum sínum. MYNDATEXTI: Harðsnúið lið var við laufaskurðinn. Agnes Einarsdóttir, Jón Smári Eyþórsson, Snjólaug Pétursdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Anna G. Kjartansdóttir, Laufey Eyþórsdóttir, Pétur Gunnarsson og Bergþóra Kristjánsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar