Sigurbjörg Áskelsdóttir

Ásdís Haraldsdóttir

Sigurbjörg Áskelsdóttir

Kaupa Í körfu

Borgarnes | Lokaverkefni Sigurbjargar Óskar Áskelsdóttur í landslagsarkitektúr fólst í að vinna að umhverfismati fyrir vegagerð um Búlandshöfða. Í kjölfarið fékk hún fleiri verkefni tengd vegagerð og hafði svo mikið að gera að hún sá ekki fram úr verkefnum. Það varð upphafið að stofnun fyrirtækisins Landlínur sem nú er starfrækt í Borgarnesi og hefur fimm starfsmenn á sínum snærum. "Við stofnuðum Landlínur í desember árið 2000 en þá voru liðin þrjú ár frá því að ég kom heim frá námi í Noregi," segir Sigurbjörg. "Ég og maðurinn minn, Eiríkur Blöndal verkfræðingur, kynntumst úti í Noregi. Hann er frá Langholti í Bæjarsveit og við ákváðum að setjast að á Jaðri, litlu garðyrkjubýli í nágrenninu." MYNDATEXTI: Forréttindi "Þverfaglegur hópur starfsfólks er styrkur okkar," segir Sigurbjörg Áskelsdóttir, framkvæmdastjóri Landlína í Borgarnesi sem lætur sig ekki muna um að aka daglega til vinnu og frá, um 25 mínútna ferð hvora leið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar