Jólaveður á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Jólaveður á Húsavík

Kaupa Í körfu

Roselien Beerten, 18 ára stúlka frá Belgíu, dvelur nú sem skiptinemi á Húsavík. Hún var alsæl með jólaveðrið þrátt fyrir að það væri eitt hið versta þar í bæ um langan tíma. Þegar Roselien og fósturfjölskylda hennar ætluðu á milli húsa á aðfangadagskvöld kom í ljós að fennt hafði upp í dyrnar og því þurftu þau að moka sig út. Þótt snjór sé ekki með öllu óþekktur á heimaslóðum Roselien hefur hún aldrei áður komist í kynni við annað eins og veðurguðirnir buðu Húsvíkingum upp á um jólin að þessu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar