Upplýsingum safnað í gegnum síma í Utanríkisráðneytnu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Upplýsingum safnað í gegnum síma í Utanríkisráðneytnu

Kaupa Í körfu

Neyðarvakt utanríkisráðuneytisins hafði í gærkvöld ekki náð sambandi eða ekki heyrt frá um 55 Íslendingum sem staðfest var að voru á ferðinni á skjálfta- og flóðasvæðunum í Suðaustur-Asíu. Heyrst hafði frá um 60 manns sem ekkert amaði að, m.a. hópi Íslendinga sem var á hóteli í fjallshlíð á eyjunni Patong, skammt frá Puket-eyju á Vestur-Taílandi, þegar flóðbylgjan skall yfir. Fimm starfsmenn á almennu skrifstofu ráðuneytisins voru kallaðir út í gærmorgun vegna hamfaranna, þar sem tekið var við símtölum og upplýsingum frá aðstandendum þeirra Íslendinga sem voru á ferðinni um þá hluta Suðaustur-Asíu sem jarðskjálftinn reið yfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar