Haraldur Blöndal - Mál og Menning

Jim Smart

Haraldur Blöndal - Mál og Menning

Kaupa Í körfu

Margt var um manninn í Bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum í gærkvöldi, líkt og gjarnan er á Þorláksmessukvöldi. Haraldur Blöndal lögmaður, sem lést á þessu ári, var fastur gestur í bókabúðinni, ekki síst að kvöldi Þorláksmessu, og var hans minnst með mínútuþögn í versluninni í gærkvöldi. Meðal viðstaddra voru bróðir Haralds, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Við hlið Halldórs stendur Sveinn, sonur Haralds, og móðir hans og fyrrverandi eiginkona Haralds, Sveindís Þórisdóttir, fyrir framan hann. Ragnhildur Blöndal, systir Haralds, er fremst fyrir miðri mynd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar