Hjartaþolspróftæki

Hafþór Hreiðarsson

Hjartaþolspróftæki

Kaupa Í körfu

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur tekið í notkun nýtt hjartaþolspróftæki sem notað er til greiningar og eftirlits með hjartasjúklingum. Verðmæti tækisins er um tvær milljónir kr. Svala Hermannsdóttir, formaður Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunarinnar, afhenti Ásgeiri Böðvarssyni lækni gjafabréf fyrir tækinu. Ásamt Styrktafélagi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga eru gefendur meðal annars Lionsklúbbur Húsavíkur og hagyrðingafélagið Kveðandi sem stóðu fyrir skemmtisamkomu í fjáröflunarskyni til þessara tækjakaupa. Þá eru einnig sjö kvenfélög í Þingeyjarsýslu meðal gefenda ásamt ýmsum velunnurum Heilbrigðis-stofnunar Þingeyinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar