Samskip í nýtt hús

Rafgnar Axelsson

Samskip í nýtt hús

Kaupa Í körfu

Verið er að taka í notkun nýjar höfuðstöðvar Samskipa hf. við Kjalarvog í Reykjavík og verður nú öll starfsemi félagsins, Landflutninga og Jóna Transport ehf., með yfir 400 starfsmönnum í Reykjavík af 950 starfsmönnum fyrirtækisins um allan heim, undir sama þaki á um 28 þúsund fermetrum. Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, segir í samtali við Morgunblaðið að starfsemin hafi áður verið á 5 stöðum og verði nú hægt að veita viðskiptavinum betri þjónustu auk þess sem sparnaður verður að því að hafa allt á sama stað. MYNDATEXTI: Tölvur eru á hverjum lyftara. Í Vörumiðstöðinni er unnt að geyma matvæli við sjö mismunandi hitastig auk þess sem þar eru frystigeymsla, olíu- og efnavörugeymsla og þurrvörugeymsla. Allt er þar af nýjustu gerð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar