Grýlukerti í Mýrdal

Jónas Erlendsson

Grýlukerti í Mýrdal

Kaupa Í körfu

Fallegt veður hefur verið í Mýrdalnum að undanförnu þótt Vetur konungur minni á það reglulega að hann er við völd á þessum tíma árs. Fólk notar góðviðrisdagana til gönguferða. Í göngu upp að Flúðanefi sem er austan við Vík sáu göngumenn að miklir bunkar af grýlukertum höfðu hlaðist upp í hellisskúta í nefinu og var að sjálfsögðu farið inn í skútann til að skoða sig betur um. Það er Sigrún Guðmundsdóttir úr Vík sem þar krýpur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar