Tæland - Flóðbylgja

Sverrir Vilhelmsson

Tæland - Flóðbylgja

Kaupa Í körfu

Ferð þotu Loftleiða Icelandic til eyjunnar Phuket í Taílandi gekk mjög vel, að sögn Steinars Steinarssonar flugstjóra. Flugvélin var send til Taílands að beiðni sænskra stjórnvalda og mun hún flytja um 200 sænska ferðamenn til Stokkhólms í dag. Íslenskum stjórnvöldum var boðið að nýta ferðina austur og lagði vélin af stað í fyrrakvöld með teppi og um 10 tonn af vatni sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson gaf. MYNDATEXTI: Íslenska áhöfnin á Loftleiðavélinni kemur til Phuket í Taílandi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Frá vinstri: Hörður Vignir Magnússon, Snorri Leifsson, Ármann Skæringsson, Þorgerður Bjargmundsdóttir, Kristín Ingvadóttir, Birna Katrín Sigurðardóttir, Ragnar Þorsteinsson og Steinar Steinarsson flugstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar