Tvíburasysturnar María og Sara ásamt foreldrunum

Árni Torfason

Tvíburasysturnar María og Sara ásamt foreldrunum

Kaupa Í körfu

Í júlí bárust fregnir af því að með mikilli aðgerð hefði tekist að aðskilja samvaxin æðakerfi íslenskra tvíburasystra í móðurkviði og komu stúlkurnar heilbrigðar í heiminn 18. júlí. Á 20. viku meðgöngu uppgötvaðist við mæðraeftirlit hér á landi að ófæddar tvíburadætur þeirra Lilju Daggar Schram Magnúsdóttur og Gunnars W. Reginssonar, höfðu samtengd æðakerfi í gegnum fylgjuna þannig að blóðflæði úr annarri gekk yfir í hina. Við það skapaðist misvægi milli þeirra og mikið legvatn myndaðist hjá annarri þeirra. Þetta ástand er sjaldgæft en þekkt og getur, ef ekkert er að gert, orsakað fósturlát eða fæðingu löngu fyrir tímann. MYNDATEXTI: Tvíburasysturnar María og Sara ásamt foreldrunum Gunnari Reginssyni og Lilju Dögg Schram Magnúsdóttur. Sara til vinstri á myndinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar