Taíland flóðbylgja

Sverrir Vilhelmsson

Taíland flóðbylgja

Kaupa Í körfu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varð við beiðni sænskra stjórnvalda, sem barst síðdegis í gær, um frekari aðstoð við að koma slösuðum Svíum frá hamfarasvæðunum í Asíu. Flugvél Loftleiða Icelandic er væntanleg til Stokkhólms frá Taílandi í kvöld með 58 slasaða og sjúka Svía. Hún mun halda aftur til Taílands á morgun, án viðkomu hér á landi. Sem næst sami hópur sérfræðinga, það er lækna, hjúkrunarfræðinga, björgunarsveitarfólks og fleiri, mun aðstoða sjúka og slasaða í seinni ferðinni. MYNDATEXTI: Andlitsmyndir af líkum og persónulegum eigum, sem á þeim voru, eru við ráðhúsið í Phuket og víðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar