Sundlaug í Laugardal

Stefán Stefánsson

Sundlaug í Laugardal

Kaupa Í körfu

Metfjöldi var mættur til leiks á Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga, sem fram fór í glæsilegri innilaug í Laugardalnum en hún var vígð fyrir mótið. Nýárssundmótið, sem haldið hefur verið í Sundhöll Reykjavíkur undanfarið 21 ár, tókst mjög vel og það sem vantaði uppá með að ná góðum tímum var bætt upp með áhuga, tilþrifum og jafnvel góðu busli. Það getur samt borgað sig að fylgjast vel með því heimsmethafar þreyttu sína fyrstu sundspretti á þessum mótum. MYNDATEXTI: Hópur frá sundfélaginu Óðni á Akureyri mætti í Laugardalinn en það er í fyrsta sinn sem félagið sendir hóp. Hér eru Vilhjálmur K. Ísleifsson, Sigrún M. Óskarsdóttir, Rósa Ö. Traustadóttir, Sigrún Ísleifsdóttir, Karen A. Mikaelsdóttir, Jón G. Halldórsson, Bára Sigurðardóttir, Bjarki M. Stefánsson og Kristín Jónsdóttir. Með þeim eru þjálfarnir Jóhanna Jessen og Dýrleif Skjóldal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar