Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg

Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg

Kaupa Í körfu

Hinir árlegu nýárstónleikar Tríós Reykjavíkur, ásamt söngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Pálssyni, verða endurteknir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20. Eins og á fyrri tónleikunum munu fimmmenningarnir fara með tónleikagestum víða um Evrópu og vestur um haf til Bandaríkjanna. Þar verða ungverskir og spánskir dansar á ferð, tónlist frá Vín eftir Strauss og Lehar ásamt aríum úr Brúðkaupi Figaros og Töfraflautunni eftir Mozart. Syrpur úr vinsælum söngleikjum koma einnig við sögu og má þar t.d. nefna South Pacific og Fiðlarann á þakinu. Að sögn meðlima tríósins er tónleikunum umfram allt ætlað að koma öllum í létt og gott skap og vera þannig gott veganesti í upphafi nýs árs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar