St. Franciskusspítalinn

Gunnlaugur Árnason

St. Franciskusspítalinn

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi hefur gert samning við Landspítala - háskólasjúkrahús um vistun og umönnun sjúklinga. Samningurinn felur í sér betri nýtingu sjúkrarúma á báðum stofnununum með því að sjúklingum sem bíða eftir hjúkrunarrými á Landspítalanum verði boðin dvöl í Stykkishólmi í umsaminn tíma. Með samstarfinu munu möguleikar Landspítala - háskólasjúkrahúss aukast til að veita sérhæfa þjónustu um leið og betri nýting verður á sjúkrarúmum á St. Franciskusspítalanum. Róbert Jörgensen, forstöðumaður St. Franciskusspítalans, var spurður um tilurð þessa samnings. MYNDATEXTI: Allra hagur Róbert Jörgensen er ánægður með að taka á móti sjúklingum frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar