Víkingur Heiðar Ólafsson - Styrkur

Þorkell Þorkelsson

Víkingur Heiðar Ólafsson - Styrkur

Kaupa Í körfu

Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara var afhentur styrkur úr Minningarsjóði Karls Sighvatssonar við athöfn í Hallgrímskirkju í gær. Sigurjón Sighvatsson, bróðir Karls heitins, afhenti Víkingi styrkinn. "Ég er í mjög dýru námi í New York þar sem skólagjöldin eru himinhá og því er ég óendanlega þakklátur fyrir þennan stuðning," sagði Víkingur um styrkinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Víkingur mun halda tónleika í Salnum í Kópavogi nk. sunnudag og hefjast þeir kl. 20. Á myndinni eru auk Víkings og Sigurjóns (f.v.) foreldrar Víkings, Svana Víkingsdóttir og Ólafur Óskar Axelsson, Jakob Frímann Magnússon sem er í stjórn minningarsjóðsins, Valdimar Tómasson og loks Haukur Guðlaugsson, formaður sjóðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar