MR ýmsar uppákomur

MR ýmsar uppákomur

Kaupa Í körfu

NEMENDAFÉLAGIÐ Framtíðin í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) efndi í gær til söfnunarinnar "Gleði til góðgerða". Rennur ágóði hennar í söfnunina Neyðarhjálp úr norðri, sem fer í gang hér á landi eftir helgina. Söfnuðu nemendur áheitum í skólanum, bæði innan sinna raða og meðal kennara, og efndu til margs konar áskorana í hádegishléinu í gær. Síðdegis höfðu um 300 þúsund krónur safnast en enn var von á fleiri áheitum. Skora MR-ingar á aðra skóla að gera eitthvað svipað til að leggja hjálparstarfi á flóðasvæðunum við Indlandshaf lið. MYNDATEXTI: Gettu betur-kapparnir Tómas Halldór Pajdak, Hilmar Þorsteinsson og Ásgeir Pétur Þorvaldsson svöruðu spurningum félaga sinna upp úr Trivial Pursuit.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar