Davíð Oddsson

Þorkell Þorkelsson

Davíð Oddsson

Kaupa Í körfu

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, sagði á opnum fundi í Valhöll, húsakynnum Sjálfstæðisflokksins, fyrir hádegi á laugardag, að það væri sjálfsagt, við endurskoðun stjórnarskrárinnar, að finna flöt til þess að koma mikilvægum málum í þjóðaratkvæði. Sagði hann að sú aðferð sem gefin væri í skyn með 26. grein stjórnarskrárinnar - og atburðir síðasta árs - sýndi að hún gengi ekki upp. Sú aðferð væri til þess fallin að skapa stórkostlegan óróleika, hatur og stórkostlega gjá milli manna í þjóðfélaginu. MYNDATEXTI: Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, talaði á opnum fundi í Valhöll í gær. Er það fyrsti fundur af 45 sem þingmenn og ráðherrar flokksins hyggjast halda næstu vikurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar