Hafrannsóknastofnun
Kaupa Í körfu
STOFNSTÆRÐ hörpudisks í Breiðafirði er nú aðeins 30% af stofnstærðinni 1996 til 2000 vegna hruns stofnsins af náttúrulegum völdum. Mikil sýking er í skelinni, en stofninn hefur þó vaxið um 16% frá árinu 2003 vegna góðrar nýliðunar. Veiðar eru bannaðar og verða ekki leyfðar á næsta fiskveiðiári. Hafrannsóknastofnun boðaði til fundar í Stykkishólmi nú í vikunni þar sem starfsmenn stofnunarinnar greindu frá ástandi hörpudisks á Breiðafirði og niðurstöðum úr síðasta leiðangri sem farinn var í október sl. Á fundinn mættu einnig sérfræðingar frá Tilraunastöð Háskólans á Keldum, en þar hafa farið fram rannsóknir á sýkingu skelstofnsins. MYNDATEXTI: Hörpuskelin Vísindamenn frá Hafró og Tilraunastöð Háskólans aðKeldum upplýstu fundarmenn um rannsóknir á hörpudisksstofninum á Breiðafirði. Það voru þeir Hrafnkell Eiríksson, Hlynur Pétursson, Jóhann Sigurjónsson, Árni Kristmundsson, Sigurður Helgason, Matthías Eydal og Jónas Páll Jónasson.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir