Hafrannsóknastofnun

Gunnlaugur Árnason

Hafrannsóknastofnun

Kaupa Í körfu

STOFNSTÆRÐ hörpudisks í Breiðafirði er nú aðeins 30% af stofnstærðinni 1996 til 2000 vegna hruns stofnsins af náttúrulegum völdum. Mikil sýking er í skelinni, en stofninn hefur þó vaxið um 16% frá árinu 2003 vegna góðrar nýliðunar. Veiðar eru bannaðar og verða ekki leyfðar á næsta fiskveiðiári. Hafrannsóknastofnun boðaði til fundar í Stykkishólmi nú í vikunni þar sem starfsmenn stofnunarinnar greindu frá ástandi hörpudisks á Breiðafirði og niðurstöðum úr síðasta leiðangri sem farinn var í október sl. Á fundinn mættu einnig sérfræðingar frá Tilraunastöð Háskólans á Keldum, en þar hafa farið fram rannsóknir á sýkingu skelstofnsins. MYNDATEXTI: Hörpuskelin Vísindamenn frá Hafró og Tilraunastöð Háskólans aðKeldum upplýstu fundarmenn um rannsóknir á hörpudisksstofninum á Breiðafirði. Það voru þeir Hrafnkell Eiríksson, Hlynur Pétursson, Jóhann Sigurjónsson, Árni Kristmundsson, Sigurður Helgason, Matthías Eydal og Jónas Páll Jónasson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar