Fálki

Kristján Kristjánsson

Fálki

Kaupa Í körfu

Hann barðist einn, þessi myndarlegi fálki, við stóran hóp hrafna um bitann og virtist hafa betur. Sjónarvottar að baráttunni sem að nokkru fór fram í háloftunum töldu að hrafnarnir hefðu verið allt að 30 til 40 talsins, þannig að baráttugleði fálkans hefur verið mikil og hann ekki hugsað sér að láta ætið frá sér fyrr en í fulla hnefana. Hrafnarnir höfðu hins vegar fullan hug á að fá sinn skerf af því. Fálkinn var á sveimi við tjörn austan Eyjafjarðarbrautar á Akureyri þar sem hann fann hræið og flaug að lokum á brott með það. Eflaust á stað þar sem hann gat einn og óáreittur notið krásarinnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar