Björn Roth

Þorkell Þorkelsson

Björn Roth

Kaupa Í körfu

Dieter Roth er án efa einn mikilvægasti myndlistarmaður síðari hluta tuttugustu aldar eins og áhugi síðustu ára á arfleifð hans ber augljóst vini um. Og eins og fram hefur komið mun sýning á verkum hans verða kjölfestan í myndlistarþætti Listahátíðar í Reykjavík í vor. Roth-sýningin mun fylla bæði Listasafn Íslands og Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur, en sýningarstjóri yfir þessu mikla verkefni er sonur Dieters, Björn Roth, sem vann náið með föður sínum um tuttugu ára skeið. Höfundur ræddi við Björn um fyrirhugaða sýningu og tengsl hennar við hugmyndafræðina að baki listsköpun þeirra feðga. MYNDATEXTI: Björn Roth Eftir að Dieter Roth dó segir Björn að það hafi farið um marga er hann fór að leyfa barnabörnunum að bæta lítillega við verkið sem sést að baki hans. "Ég er samt staðráðinn í að halda því áfram í samræmi við þá hugmyndafræði sem við komum okkur saman um. Ég ætla að ljúka verkinu áður en ég læt það frá mér".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar