Haförn í Húsdýragarðinum

Árni Torfason

Haförn í Húsdýragarðinum

Kaupa Í körfu

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn | Slasaður haförn dvelur nú tímabundið í Laugardalnum í Reykjavík. Komið var með fuglinn þangað 11. janúar en hann fannst austur í Grafningi, hafði flogið á raflínu og farið úr liði á vinstri væng. Þetta er kvenfugl sem hefur hlotið nafnið Erna. Hún kom við á Dýraspítalanum í Víðidal áður en hún kom í Húsdýragarðinn og þar var hún röntgenmynduð og gert að meiðslum hennar. Þar kom í ljós að um var að ræða fimm ára össu sem er 6,7 kg að þyngd og nokkuð vel á sig komin. Erna hefur braggast vel í fóstrinu og stendur til að sleppa henni á næstu dögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar