Golfhermir

Jón H. Sigurmundsson

Golfhermir

Kaupa Í körfu

Þorlákshöfn | Sunnlenskir kylfingar geta nú tekið fram kylfurnar og byrjað að æfa sveifluna þótt golfvellirnir séu undir snjó því tekinn hefur verið í notkun golfhermir í Þorlákshöfn. Í golfherminum er eilíft sumar. Það er Hafsteinn Ásgeirsson, skipstjóri og fyrrum útgerðarmaður, og fjölskylda hans sem á og rekur Benna golf - golfhermi. Nafnið á staðnum er til minningar um Benedikt Reyni Ásgeirsson, bróður Hafsteins. Benni lést í hörmulegu bílslysi nærri Árnesi í Gnúpverjahreppi 16. september 1988, þá aðeins sautján ára að aldri. Í sama slysi létust þrír aðrir drengir á sama aldri. MYNDATEXTI: Fjölskyldan Þau reka Benna golf, f.v. Hafsteinn Ásgeirsson, Kristín Árnadóttir, Bryndís Bjarnfinnsdóttir og Sófús Árni Hafsteinsson. Nafnið á fyrirtækinu er til heiðurs Benedikt Reyni Ásgeirssyni, bróður Hafsteins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar