Ísland - Slóvenía 33:34

Ragnar Axelsson

Ísland - Slóvenía 33:34

Kaupa Í körfu

Íslenska landsliðið er komið í slæm mál á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir að það klúðraði hreinlega unnum leik niður í tap gegn Slóvenum í gær á síðustu tíu mínútunum, 33:34, og þar með tryggðu Slóvenar sér svo gott sem sæti í milliriðlum HM. Íslenska landsliðið er í limbói og verður hreinlega að vinna Rússa í fyrsta sinn á stórmóti á föstudag til að vera ekki á góðri leið með að kveðja keppnina að riðlakeppninni lokinni á laugardag MYNDATEXTI: Þeim var ekki skemmt á áhorfendabekkjunum - Hreiðar Guðmundsson og Ingimundur Ingimundarson hafa hvílt fyrstu tvo leikina á heimsmeistaramótinu í Túnis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar