Nýtt fjós á Hundastapa á Mýrum

Ásdís Haraldsdóttir

Nýtt fjós á Hundastapa á Mýrum

Kaupa Í körfu

Bjart og rúmgott fjós er nú risið á bænum Hundastapa á Mýrum og er verið að leggja lokahönd á frágang þess. Ásdís Haraldsdóttir heimsótti ábúendur sem ætla um helgina að bjóða gestum og gangandi að skoða fjósið og í næstu viku verður kúnum hleypt úr gamla fjósinu inn í það nýja. Á Hundastapa er rekið félagsbú hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Ólafs Egilssonar og Agnesar Óskarsdóttur og Halldórs Gunnlaugssonar. Agnes er dótturdóttir þeirra Ólafar og Ólafs. Eldri hjónin segjast hafa farið að hugsa um það fyrir nokkrum árum að fá aðstoð við búskapinn, en ljóst var að ekkert af fimm börnum þeirra hjóna ætlaði að taka við honum. MYNDATEXTI: Fallegar kýr

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar