HM 2005 - Túnis

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

HM 2005 - Túnis

Kaupa Í körfu

FRÍDAGUR var hjá íslensku landsliðsmönnunum á heimsmeistaramótinu í Túnis í gær. Var dagurinn m.a. notaður til bæjarferðar þar sem piltarnir prúttuðu svolítið og urðu sér úti um viðeigandi höfuðföt, eins og Hreiðar Guðmundsson og Ingimundur Ingimundarson bera. Dagur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, og séra Pálmi Matthíasson, sem er í fararstjórn Handknattleikssambands Íslands, lentu í skemmtilegu atviki í bæjarferðinni. Kona nokkur frá Túnis vék sér að þeim og spyr hvort þeir séu Íslendingar. Segir hún að litla stúlkan, sem hún leiddi með sér, tali íslensku. Þeir félagar spurðu stúlkuna hvort móðir hennar heiti Sigrún og faðir hennar Mohamed og kinkaði hún kolli. Sagðist heita Elísa og eiga heima í Túnis hjá foreldrum sínum. Ekki fengu þeir upp úr henni hversu gömul hún væri en töldu að hún væri um þriggja ára. Í dag keppir íslenska landsliðið við lið Rússa

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar