HM 2005 Túnis

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

HM 2005 Túnis

Kaupa Í körfu

Það er stundum sagt að íþróttaiðkun gangi í ættir og að börn íþróttafólks sem náði langt á sínum tíma séu líklegri til að ná góðum árangri en börn foreldra sem ekki stunda íþróttir. Hvort eitthvað er til í þessari staðhæfingu skal ósagt látið en víst er að hér í Túnis eru tveir landsliðsmenn synir fyrrverandi landsliðsmanna og er þetta í fyrsta sinn í sögu íslensks handknattleiks sem slíkt gerist. Skúli Unnar Sveinsson ræddi við þá Arnór Atlason, son Atla Hilmarssonar, og Loga Geirsson, son Geirs Hallsteinssonar, um íþróttina, heimsmeistaramótið og lífið og tilveruna. MYNDATEXTI: Logi Geirsson og Arnór Atlason í gönguferð með samherjum sínum í landsliðinu um gamla miðbæinn í Túnisborg. Fyrir aftan þá eru Róbert Gunnarsson, Ingimundur Ingimundarson, Ólafur Stefánsson og Hreiðar Guðmundsson, með höfuðfat.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar