Einar Bárðarson
Kaupa Í körfu
V ið mælum okkur mót á skrifstofu Concert sem er til húsa í hjarta borgarinnar, nánar tiltekið í Bankastrætinu. Þaðan hefur Einar Bárðarson stýrt starfsemi sinni í hartnær þrjú ár. Einar Bárðarson er ekki einhamur maður. Hann er einn afkastamesti umboðsmaður og lagahöfundur landsins og hefur staðið fyrir fjölda tónleika með erlendum stórstjörnum hér á landi. Hann er guðfaðir stelpnabandsins Nylon og á drjúgan þátt í velgengni fleiri hljómsveita. Fyrirtæki hans Concert velti yfir 70 milljónum á síðasta ári og fjöldi verktaka á vegum þess er allt að 40. Einar hefur m.a. haldið útihátíðir, rekið útvarpsstöð og auglýsingastofu, verið skemmtanastjóri á ballstöðum og átt framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Á miðvikudaginn stýrir hann verðlaunaafhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í fjórða og jafnframt sitt síðasta sinn. MYNDATEXTI: Einar hefur verið býsna iðinn við tónsköpunina í gegn um tíðina: "Pabbi gaf mér fyrsta gítarinn þegar ég var átta eða níu ára. Ég kann ekki mikið en það hefur dugað fyrir lagasmíðarnar."
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir