Kornflögur

Kornflögur

Kaupa Í körfu

Morgunstund gefur gull í mund segir máltækið og sama finnst eflaust mörgum um morgunkornið, t.d. Kellogg's-kornflexið eins og það er oft kallað í daglegu tali. Tilurð þess má rekja til trúfélagsins Sjöunda dags aðventista, Battle Creek-heilsuhælisins í Michigan og ársins 1866. Það ár tóku trúfélagar að sér rekstur hælisins, en þeir höfðu tröllatrú á næringargildi kornmetis. Þegar John Harvey Kellogg var ráðinn þar yfirlæknir tíu árum síðar fóru hjólin að snúast því hann og bróðir hans, Will Keith, bókari og forstöðumaður á sama stað, tóku til óspilltra málanna við að rannsaka hvernig tilreiða mætti slíkt fæði sem girnilegast fyrir sjúklingana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar