Grenimelur 46

Jim Smart

Grenimelur 46

Kaupa Í körfu

NÝTT einbýlishús, sem fyrirhugað er að reisa við Grenimel, var auglýst til sölu í Morgunblaðinu í gær og hefur vafalítið vakið mikla athygli þar sem um eitt glæsilegasta og stærsta einbýlishús landsins er að ræða. Í lýsingu hússins kemur fram að um sé að ræða 660 fm einbýlishús á þremur hæðum auk kjallara. Í húsinu verður lyfta, gert er ráð fyrir tvöfaldri lofthæð í stofu, þ.e. 6,6 metrar, þjónustuíbúð og vínkjallara svo eitthvað sé nefnt. Ofan á húsinu verður um 70 fm þakgarður þar sem möguleiki er á að hafa heitan pott og að fyrir framan stofu á jarðhæð verði 75 fm timburverönd með steyptum skjólveggjum. Arkitekt hússins er Logi Már Einarsson hjá arkitektastofunni Kollgátu á Akureyri. MYNDATEXTI: Hafist verður handa við að rífa núverandi hús á Grenimel 46 um næstu mánaðamót til að rýma fyrir einu glæsilegasta húsi landsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar