Reykjalundur Björn Ástmundsson og Hjördís Jónsdóttir

Jim Smart

Reykjalundur Björn Ástmundsson og Hjördís Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Sextíu ár eru í dag liðin síðan endurhæfingarstofnunin Reykjalundur tók til starfa. Áherslurnar í starfseminni hafa breyst töluvert, eins og Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir komst að í samtali við Björn Ástmundsson forstjóra og Hjördísi Jónsdóttur lækningaforstjóra. Tugþúsundir Íslendinga hafa notið góðs af starfsemi Reykjalundar, sem nú hefur staðið í sextíu ár. Björn Ástmundsson, forstjóri stofnunarinnar, segir að starfið á Reykjalundi hafi tekið miklum breytingum í tímans rás, í takt við breyttar aðstæður. Hann telur að ná megi fram betri nýtingu á aðstöðu og sérhæfingu innan Reykjalundar ef stofnunin fái auknar fjárveitingar, enda sé þörfin mikil og biðlistar langir. MYNDATEXTI: Björn Ástmundsson og Hjördís Jónsdóttir segja að það svið innan Reykjalundar sem mest hafi vaxið á síðustu árum sé sérhæfð meðferð við alvarlegri offitu, sem borið hafi góðan árangur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar