Hláturnámskeið

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hláturnámskeið

Kaupa Í körfu

Fáir fúlsa við því að lengja líf sitt þegar slíkt stendur til boða. Óteljandi eru þær aðferðir sem okkur er sagt að beita til að svo megi verða, miserfiðar og misdýrar og fyrir þeim þarf líka mismikið að hafa. Fyrir þá sem finnst af einhverjum ástæðum erfitt að hlæja upp úr þurru, þá er um að gera að sækja hláturæfingar en þær eru meðal annars stundaðar einu sinni í mánuði hjá Hláturkætiklúbbnum í húsakynnum heilsumiðstöðvarinnar Maður lifandi í Borgartúni 24. Allir sem vilja geta komið og verið með. MYNDATEXTI: Kristján Helgason annar til hægri leiðbeinir hópnum í ljónaæfingu þar sem tungan er rekin út og klærnar sýndar um leið og hlegið er hressilega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar