Íþróttamaður Borgarbyggðar 2004
Kaupa Í körfu
Hallbera Eiríksdóttir er íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2004, og er þetta annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Hallbera, sem er tvítug, hefur æft með Frjálsíþróttadeild Skallagríms í 14 ár og keppir í kringlukasti og sleggjukasti... Trausti Eiríksson, bróðir Hallberu, var valinn golfari og badmintonmaður ársins. Hestamannafélagið Faxi tilnefndi Úrsúlu Hönnu Karlsdóttur og Hestamannafélagið Skuggi tilnefndi Martein Valdimarsson. Tómstundanefnd valdi Martein sem hestamann ársins. Knattspyrnumaður ársins var valinn Bjarni H. Kristmarsson, sundmaður ársins var Sigurður Þórarinsson og körfuknattleiksmaður ársins var Pálmi Þór Sævarsson. Frjálsíþróttadeild Stafholtstungna tilnefndi Bergþór Jóhannesson og Frjálsíþróttadeild Skallagríms tilnefndi Hallberu Eiríksdóttur og varð Hallbera fyrir valinu sem frjálsíþróttamaður ársins. Við sama tækifæri var veitt úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar og var það Hallbjörg Erla Fjeldsted sem hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum. Hallbjörg stundar einnig nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem hún hefur náð góðum árangri. Unnur Halldórsdóttir og Hjörtur Árnason á Shell fengu viðurkenningu fyrir stuðning við íþróttastarf. MYNDATEXTI: Íþróttamaður ársins Hallbera Eiríksdóttir (fyrir miðju) ásamt öðrum sem hlutu viðurkenningu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir