100 ára afmæli togaraútgerðar, blmf.

Jim Smart

100 ára afmæli togaraútgerðar, blmf.

Kaupa Í körfu

Samkeppni milli grunnskóla um sjávarútvegsvef vegna 100 ára afmælis togaraútgerðar Það er mikilvægt að við tengjum börnin okkar við sögu sjávarútvegsins og gefum þeim færi á að tjá eigin hugmyndir um greinina í nútíð og framtíð," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þegar hún kynnti nýja samkeppni milli grunnskóla landsins ásamt Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra í gær. Verður þátttakendum gert að búa til sérstakan sjávarútvegsvef með efni sem tengist yfirskrift samkeppninnar; Sjávarútvegur í fortíð, nútíð og framtíð. Tilefnið er að 6. mars næst komandi verða 100 ár liðin frá því að Coot, fyrsti íslenski togarinn, kom til Hafnarfjarðar. MYNDATEXTI: Bjarni Þór Jónsson, Guðrún Lárusdóttir, Árni M. Mathiesen, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Jakob F. Ásgeirsson [úr mynd] á blaðamannafundi, sem haldinn var til að kynna nýja samkeppni grunnskóla í tilefni 100 ára afmælis togaraútgerðar á Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar